
ljótu hálfvitarnir - hættessu væli! lyrics
launin of bág og lífið það sökkar
lóðin óslegin og himininn grár
hart er í ári og horfurnar dökkar
ég hef ekki undan að þerra tár
krakkarnir ofvirkir, konan í fýlu
ég kvefaður sjálfur með flensu og hor
langar það helst að leggjast til hvílu
og liggja þar einsamall fram á vor
auðvitað gerirðu ekkert af þessu
auðvitað gildir það eitt
að hættessu væli, að hamingju leitum
við hefjum upp raddir og ræktum vort geð
væli og veseni neitum
þá veröldin brosir og allir með
…
golfsettið horfið og gemsinn minn líka
ég get ekki meira, nú leggst ég í kör
ljúffenga samloku, langar í slíka
en lítið í ísskápnum nema smjör
hvert hefur fjölskylduhundurinn flúið?
ég finn ekki veskið, hvar setti ég það?
sprungið á bílnum og spariféð búið
en spyrjum að leikslok_m eða hvað?
bálreiður öllu á botninn loks hvolfi;
bíddu, það eina sеm þarf er að
hættessu væli, að hamingju leitum
við hеfjum upp raddir og ræktum vort geð
væli og veseni neitum
þá veröldin brosir og allir með
þetta er aðferðin, það er á hreinu
þegiðu vinur minn og hættessu væli að hamingju leitum
við hefjum upp raddir og ræktum vort geð
væli og veseni neitum
þá veröldin brosir og allir með
hættessu væli að hamingju leitum
við hefjum upp raddir og ræktum vort geð
væli og veseni neitum
þá veröldin brosir og allir með
Random Lyrics
- dom mclennon - green thrills lyrics
- rakey - zoog cypher (freeverse) lyrics
- eko fresh - der könig persönlich lyrics
- grassheads - triptease "tomarts verse" lyrics
- lady xplicit - ba$ic lyrics
- claudio botelho - being alive lyrics
- neil young and crazy horse - down by the river lyrics
- jimi hendrix - voodoo child (slight return) - live at the fillmore east lyrics
- big k.r.i.t. - one day (2006) lyrics
- rawb09 - yordle's paradise - gangster's paradise parody (league of legends) lyrics