kalimah.top
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

kontinuum (iceland) - hliðargötu-heimsveldi كلمات الأغنية

Loading...

borgin blæs út gráum reyk
föl virðast hennar börn

mettaðu þig meðan ég sef
með draumum og gaddavír
með aðra hönd á hjartanu
ég lít níður á glitrandi götuna
ég sé söguna

í fótspor þessi fennir í nótt
grunnt þau ristu svörðinn
í fótspor þessi fennir í nótt
loftið svíður jörðina

f-grar hallir loga í sólinni
þau þerra andlitin

bylurinn sem eitt sinn blindaði
þá rauðum neistum rigndi á mig
vélarbrakið þagnaði
þau lokka mig inn í seiðandi hlýjuna
bjarta gildruna

í fótspor þessi fennir í nótt
grunnt þau ristu svörðinn
í fótspor þessi fennir í nótt
loftið svíður jörðina

mettaðu þig meðan ég sef
með draumum og gaddavír
með aðra hönd á hjartanu
ég lít níður á glitrandi götuna
ég sé söguna

كلمات أغنية عشوائية

كلمات الأغاني الشهيرة

Loading...